Sarri viðurkennir aðdáun sína á Pogba

Paul Pogba í leik með Manchester United gegn Leeds United …
Paul Pogba í leik með Manchester United gegn Leeds United á undirbúningstímabilinu. AFP

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, er hrifinn af Paul Pogba. Franski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Juventus í sumar og viðurkennt að hann vilji yfirgefa Manchester United. 

„Ég er mjög hrifinn af leikmanninum, en ég sé ekki um félagsskiptin," sagði Sarri m.a á blaðamannafundi í gær. United vill ekki selja Pogba og gæti Juventus þurft að reiða fram ansi háa upphæð til að sannfæra enska félagið. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, vill byggja liðið í kringum Pogba, sem Manchester United seldi til Juventus árið 2012 en keypti til baka fyrir þremur árum á 89,3 milljónir punda. 

Pogba hefur einnig verið orðaður við spænsku risana Í Real Madríd og Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert