Fyrsta tap Brasilíu síðan á HM

Neymar gat ekki komið í veg fyrir tap hjá Brasilíu.
Neymar gat ekki komið í veg fyrir tap hjá Brasilíu. AFP

Brasilíska karlalandsliðið í fótbolta tapaði sínum fyrsta leik síðan í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi er liðið tapaði fyrir Perú í vináttuleik í Los Angeles í nótt, 0:1. 

Luis Abram skoraði sigurmark Perú á 85. mínútu. Liðin mættust í úrslitaleik Ameríkubikarsins í júlí og vann Brasilía þá 3:1. 

Argentína vann þægilegan 4:0-sigur á Mexíkó í Texas. Lautaro Martínez, leikmaður Inter Mílanó á Ítalíu, skoraði þrennu og Leandro Paredes skoraði eitt mark fyrir Argentínu. 

Bandaríkin og Úrúgvæ gerðu 1:1-jafntefli í Missouri og Hondúras vann óvæntan 2:1-sigur á Síle á heimavelli sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert