Albert skoraði næstum frá miðju (myndskeið)

Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar.
Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar. Ljósmynd/AZ Alkmaar

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í fótbolta, spilaði allan leikinn fyrir varalið AZ Alkmaar gegn NAC Breda í hollensku B-deildinni í gær. Svo fór að NAC Breda hafði betur, 2:1. 

NAC Breda komst yfir á 83. mínútu og gerði Albert sér lítið fyrir og reyndi að jafna í 2:2 beint úr miðjunni í kjölfarið. Tilraunin var ljómandi fín og var markmaður NAC Breda í vandaræðum, en náði þó að lokum að slá boltann yfir. 

AZ Alkmaar mætir Partizan Belgrad frá Serbíu á útiveli í riðlakeppni Evrópudeildarinnar næstkomandi fimmtudag, en Albert hefur ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað hingað til á tímabilinu og hefur því fengið leiki með varaliðinu. 

Tilraunina má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert