PSG rústaði Real - Ronaldo og félagar klaufar

Angel Di María fagnar öðru marki sínu.
Angel Di María fagnar öðru marki sínu. AFP

Fyrstu umferð í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu í fótbolta er lokið. PSG gerði sér lítið fyrir og vann sannfærandi 3:0-sigur á heimavelli gegn sigursælasta liði keppninnar frá upphafi, Real Madrid. Ángel Di María skoraði tvisvar fyrir PSG í fyrri hálfleik og Thomas Meunier bætti við marki í uppbótartíma. 

Það stefndi allt í góðan útisigur Cristiano Ronaldo og félaga í Juventus gegn Atlético Madríd. Juan Cuadrado og Blaise Matuidi komu Junventus yfir í seinni hálfleik en Stefan Savic og Héctor Herrera jöfnuðu fyrir Atlético. Jöfnunarmark Herrera kom á lokamínútunni. 

Ilkay Gundogan skorar annað mark Manchester City.
Ilkay Gundogan skorar annað mark Manchester City. AFP

Englandsmeistarar Manchester City gerðu góða ferð til Úkraínu og unnu sannfærandi 3:0-sigur á Shakhtar Donetsk. Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan komu City í 2:0 í fyrri hálfleik og Gabriel Jesus gulltryggði öruggan sigur í seinni hálfleik. 

Bayern München vann öruggan 3:0-sigur á Rauðu stjörnunni frá Belgrad á heimavelli. Kingsley Coman, Robert Lewandowski og Thomas Müller skoruðu mörk Bayern. 

Úrslitin úr leikjum dagsins í Meistaradeild Evrópu: 

Atlético Madríd - Juventus 2:2
Savic 70., Herrera 90. -- Cuadrado 48., Matuidi 65.

Bayer Leverkusen - Lokomotiv Moskva 1:2
Sjálfsmark 25. -- Krychowiak 16., Barinov 37.

Bayern München - Rauða stjarnan 3:0
Coman 34., Lewandowski 80., Müller 90.

Dinamo Zagreb - Atalanta 4:0
Leovac 10., Orsic 32., 42., 68.

PSG - Real Madríd 3:0
Di María 14., 33., Meunier 90.

Shakhtar Donetsk - Manchester City 0:3
Mahrez 24., Gundogan 38., Jesus 76.

Club Brugge - Galatasaray 0:0

Olympiacos - Tottenham 2:2
Podence 43., Valbuena 54. víti -- Kane 26. víti, Moura 30.

Juan Cuadrado fagnar af mikilli innlifun.
Juan Cuadrado fagnar af mikilli innlifun. AFP
Meistaradeildin í beinni opna loka
kl. 20:55 Leik lokið Þá er þessu lokið hjá okkur í kvöld. Takk fyrir samfylgdina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert