Stelpurnar komnar áfram

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Möltu í dag.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Möltu í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið stúlkna í knattspyrnu tryggði sér í morgun sæti í milliriðli í undankeppni Evrópumótsins þegar það hafi betur gegn Möltu 1:0 í öðrum leik sínum í undanriðlinum í Hvíta-Rússlandi í dag.

Amanda Jacobsen Andradóttir, leikmaður Val, skoraði sigurmarkið með þrumuskoti á 30. mínútu leiksins. Ísland er því með 6 stig eftir tvo leiki en íslenska liðið burstaði Hvíta-Rússland 10:1 í fyrsta leiknum. Ísland mætir Frakklandi í síðasta leik sínum í riðlinum á laugardaginn. Frakkland vann Möltu 6:0 í 1. umferðinni og mætir Hvíta-Rússlandi síðar í dag.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag:

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (M)

Andrea Marý Sigurjónsdóttir (F)

Amanda Jacobsen Andradóttir

Hildur Lilja Ágústsdóttir

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir

Andrea Rut Bjarnadóttir

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Sædís Rún Heiðarsdóttir

Emma Steinsen Jónsdóttir

Bryndís Arna Níelsdóttir

Aníta Ýr Þorvaldsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert