Stjórnarformaðurinn svarar Messi

Lionel Messi
Lionel Messi AFP

Spænska knattspyrnufélagið Barcelona gerði allt sem það gat til að fá Neymar til félagsins í sumar, en PSG vildi ekki selja Brasilíumanninn. Þetta segir Oscar Grau, stjórnarformaður félagsins. 

Neymar var orðaður við endurkomu í Barcelona í allt sumar og bauðst leikmaðurinn meira að segja til að borga hluta af eigin kaupverði. Að lokum tókst Barcelona þó ekki að kaupa leikmanninn. 

„Við reyndum allt hvað við gátum. Við lögðum fram tvö mjög góð tilboð, eitt sem innhélt okkar leikmenn og annað án þeirra, en PSG vildi ekki selja hann. Við viljum ekki missa stjórn þegar við viljum kaupa leikmenn, heldur gera það sem er rétt fyrir félagið,“ sagði Grau. 

Með ummælunum virðist hann vera að svara Lionel Messi, stórstjörnu liðsins, en Messi lýsti yfir óánægju sinni á dögunum með að forráðamenn félagsins hefðu ekki gert allt hvað þeir gátu til að fá Neymar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert