Enn ein mistökin hjá Karius (myndskeið)

Loris Karius
Loris Karius AFP

Þýski markvörðurinn Loris Karius, fyrrverandi liðsmaður Liverpool, gerði sig enn og aftur sekan um ljót mistök í tapi Besiktas gegn Slovan Bratislava í Evrópudeildinni í gærkvöld.

Fyrsta mark leiksins skrifast algjörlega á Karius en eftir langt útspark markvarðar Bratislava fór Karius út úr vítateignum og ætlaði að skalla boltann frá en ekki vildi betur en að boltinn fór yfir hann og sóknarmaður slóvenska liðsins skoraði í autt markið. Karius og félagar töpuðu leiknum 4:2.

Karius hefur oftar en ekki komist í kastljósið fyrir slæm mistök og hver man ekki eftir úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þegar Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök?

Markið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert