Leikið á sama tíma á Stade de France

Raphael Varane í baráttu við Jón Daða Böðvarsson í leik …
Raphael Varane í baráttu við Jón Daða Böðvarsson í leik Íslands og Frakklands á föstudagskvöldið. AFP

Heimsmeistarar Frakka taka á móti Tyrkjum í undankeppni EM í knattspyrnu á Stade de France í kvöld en liðin leika í riðli með Íslendingum.

Sigurliðið úr leiknum í kvöld tryggir sér farseðilinn á EM og fari svo að liðin geri jafntefli og Ísland vinni ekki sigur á móti Andorra eru bæði Frakkland og Tyrkland örugg inn á EM. Íslendingar vonast til þess að Frakkar hafi betur gegn Tyrkjunum í kvöld. Verði það niðurstaðan og Ísland vinni Andorra, Tyrkland og Moldóvu tryggir Ísland sér sæti á EM.

Frakkar og Tyrkir eru með 18 stig í riðlinum en Íslendingar, sem taka á móti Andorra í kvöld, koma þar á eftir með 12 stig. Tyrkir höfðu betur gegn Frökkum 2:0 í fyrri leiknum í riðlinum.

Flautað  verður  til leiks á sama tíma á Stade de France og á Laugardalsvellinum, eða klukkan 18.45 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert