Áttum að koma í veg fyrir að það gerðist aftur

Didier Deschamps.
Didier Deschamps. AFP

Heimsmeisturum Frakka mistókst að tryggja sér farseðilinn á EM eftir 1:1 jafntefli við Tyrki á Stade de France í París í gærkvöld.

Varamaðurinn Olivier Giroud kom Frökkum yfir á 76. mínútu en Kaan Ayhan jafnaði metin fyrir Frakka sex mínútum síðar og fagnaði því marki með hermannasið. Frakkar gulltryggja sér sæti á EM vinni þeir Moldóva á heimavelli í næsta mánuði og Tyrkir gera það sömuleiðis nái þeir stigi á heimavelli gegn Íslendingum.

„Þeir skoruðu úr föstu leikatriði í fyrri leiknum og við hefðum átt að koma í veg fyrir að það gerðist aftur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna leikinn, bæði með spilamennsku og sköpuðum færum en við vorum ekki nógu skilvirkir. Við erum enn í góðum málum og þurfum að klára verkið í nóvember,“ sagði Didier Deschamps þjálfari Frakka eftir leikinn.

Frakkar og Tyrkir hafa 19 stig en Tyrkir eru í toppsætinu þar sem þeir höfðu betur í innbyrðisviðureignum liðanna. Íslendingar eru svo í þriðja sætinu með 15 stig.

Leikirnir sem eftir eru í riðlinum:

14. nóvember:
Tyrkland - Ísland
Frakkland - Moldóva
Albanía - Andorra

17. nóvember:
Moldóva - Ísland
Albanía - Frakkland
Andorra - Tyrkland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert