Spænsk lið vilja spila í Bandaríkjunum

Atlético Madríd vill spila við Villarreal í Bandaríkjunum.
Atlético Madríd vill spila við Villarreal í Bandaríkjunum. AFP

Spænsku knattspyrnufélögin Atlético Madríd og Villarreal hafa sótt um að leikur liðanna í spænsku A-deildinni í desember fari fram í Miami í Bandaríkjunum. Spænska deildarkeppnin hefur samþykkt umsóknina. 

Leikurinn fer fram 6. desember og vilja félögin spila leikinn á Hard Rock-vellinum í Miami, þar sem ruðningsliðið Miami Dolphins spilar heimaleiki sína. Barcelona og Girona reyndu að spila leik í janúar á sama velli en FIFA samþykkti ekki umsókn félaganna. 

Gianni Infantino, forseti FIFA, var ekki hrifinn af hugmyndinni, þar sem hún hefði áhrif á ársmiðahafa beggja félaga. FIFA þarf að samþykkja umsóknina, sem og UEFA, spænska deildin og bandaríska knattspyrnusambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert