Íslendingaliðið upp í efstu deild

Aron Elís Þrándarson og félagar eru komnir upp í efstu …
Aron Elís Þrándarson og félagar eru komnir upp í efstu deild. Ljósmynd/aafk.no/Srdan Mudrinic

Íslendingalið Álasunds tryggði sér í dag sæti í efstu deild Noregs í fótbolta með 1:0-útisigri á Tromsdalen. Enn eru þrjár umferðir eftir af deildinni en Álasund er með ellefu stiga forskot á toppnum. 

Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson léku allan leikinn fyrir Álasund en Davíð Kristján Ólafsson var allan tímann á varamannabekknum og Hólmbert Aron Friðjónsson er frá keppni um sinn vegna meiðsla í öxl. 

Sandefjord er í fínum málum í öðru sæti eftir 3:0-sigur á Notodden á heimavelli. Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandefjord og Emil Pálsson síðustu 20 mínúturnar. 

Start, sem einnig er í hörðum slag um að fara upp í efstu deild, þurfti hins vegar að sætta sig við markalaust jafntefli gegn KFUM Ósló á heimavelli. Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Start.

Start er þremur stigum á eftir Sandefjord, en efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp í efstu deild. 3.-6. sæti mætast í umspili um síðasta lausa sætið í deild þeirra bestu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert