Fyrirliðinn og tveir aðrir lykilmenn heltast úr lestinni

Andrew Robertson.
Andrew Robertson. AFP

Andrew Robertson, bakvörðurinn frábæri í liði Liverpool og fyrirliði skoska landsliðsins, hefur dregið sig út úr skoska landsliðshópnum fyrir leikina á móti Kýpur og Kasakstan í undankeppni EM í knattspyrnu.

Robertson glímir við meiðsli og sömu sögu er að segja um Scott McTominay, miðjumann úr Manchester United, og Ryan Fraser, kantmann úr liði Bournemouth. Þeir verða allir fjarri góðu gamni í leikjunum tveimur.

Skotar eiga enga möguleika á komast upp úr riðlinum en þeir eru í fjórða sæti í I-riðli þar sem Belgar og Rússar hafa tryggt sér tvö efstu sætin og þar með farseðilinn á EM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert