Sagður hafa kallað Sarri hóruson

Cristiano Ronaldo er ekki í góðu skapi þessa dagana.
Cristiano Ronaldo er ekki í góðu skapi þessa dagana. AFP

Cristiano Ronaldo verður ekki sektaður af Juventus fyrir viðbrögð sín þegar hann var tekinn af velli í leik Juventus gegn AC Milan í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu á sunnudaginn.

Ronaldo var kallaður af velli á 55. mínútu og það fór ekki vel í Portúgalann. Hann strunsaði beint inn í búningsklefann og yfirgaf Allianz Stadium áður en leiknum lauk.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Ronaldo hafi kallað Maurizio Sarri, þjálfara Juventus, „hóruson“ á leið sinni inn í búningsklefann en þetta var annar leikurinn í röð sem stórstjarnan er tekin af velli.

Leikmenn bíða eftir afsökunarbeiðni frá Ronaldo en hann verður næst í eldlínunni með portúgalska landsliðinu sem mætir Litháen í undankeppni EM á fimmtudaginn og Lúxemborg á sunnudaginn en Portúgalar eru í baráttu við Serba um annað sætið í riðlinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert