Það verður auðvelt að samgleðjast Finnum tryggi þeir sér sæti á EM á...

Alfreð Finnbogason að jafna metin gegn Finnum
Alfreð Finnbogason að jafna metin gegn Finnum mbl.is/Golli

Það verður auðvelt að samgleðjast Finnum tryggi þeir sér sæti á EM á morgun. Þar með yrði karlalandslið þjóðarinnar í fótbolta með á stórmóti í fyrsta sinn næsta sumar. Þeim dugar að vinna lærisveina Helga Kolviðssonar í Liechtenstein í Helsinki og finnska þjóðin hleður svo væntanlega í góða sigurhátíð í kjölfarið, ef til vill með landsliðsmönnunum sjálfum á miðbæjartorgi líkt og haustkvöld eitt í Reykjavík 2015.

Ég mun samgleðjast Finnum ef til vill meira en ella vegna þess með hve „ljótum“ hætti við unnum þá á Laugardalsvelli í undankeppni HM. Ég hef engan séð eins illan og lýsanda finnska sjónvarpsins, sessunaut minn á leiknum, sem reif af sér heyrnartólin eftir leik og reifst og skammaðist, uppfullur af réttlátri reiði. Ísland skoraði nefnilega tvö mörk á lokamínútunum, í 3:2-sigri, og sigurmarkið átti klárlega ekki að standa.

Hvort Finnar náðu að nýta sér þessa reiði veit ég ekki en þeir náðu sér alla vega á strik í lok undankeppninnar og árangur þeirra ætti ekki að koma Íslendingum á óvart. Finnar unnu 1:0-sigur á Íslandi ytra og virtust nánast hafa gert út um HM-drauminn okkar, en svo gerðist Pyry Soiri einhver kærasti Íslandsvinur allra tíma þegar hann jafnaði metin á 90. mínútu í leik gegn Króatíu skömmu síðar. Maður mun samgleðjast þeim dásamlega manni mest allra.

Sjá allan bakvörð Sindra á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert