Írar juku forskotið á Íslendinga

Frá viðureign Íslands og Írlands á Víkingsvelli í síðasta mánuði.
Frá viðureign Íslands og Írlands á Víkingsvelli í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Írar unnu Armena á útivelli í undankeppni Evrópumóts U21 árs landsliða í knattspyrnu í dag en þjóðirnar leika í riðli með Íslendingum.

Zachary Elbouzedi skoraði sigurmark Íranna á 68. mínútu en þeir léku manni færri síðasta stundarfjórðunginn eftir að Dara O'Shea var vikið af velli.

Írar juku þar með forskot sitt í efsta sæti riðilsins. Þeir eru með 13 stig eftir sex leiki, Íslendingar koma næstir með 9 stig eftir fjóra leiki, Ítalir eru með 7 stig eftir þrjá leiki og Svíar eru með 6 stig eftir þrjá leiki.

Íslendingar sækja Ítali heim á laugardaginn og verður það síðasti leikur íslenska liðsins í undankeppninni á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert