Stórliðin slást um Håland

Erling Braut Håland.
Erling Braut Håland. AFP

Þýska meistaraliðið Bayern München hefur blandað sér í baráttuna um fá norska sóknarmanninn Erling Braut Håland til liðs við sig frá austurríska liðinu Salzburg.

Þýska blaðið Kicker segir að Bayern sjái Håland fyrir sér sem arftaka Pólverjans Robert Lewandowski til framtíðar.

Håland, sem er 19 ára gamall, hefur slegið hressilega í gegn á þessu tímabili. Hann hefur skorað 26 mörk í 18 leikjum með Salzburg á tímabilinu. Fimm þrennur hefur Norðmaðurinn skorað á tímabilinu og er markahæstur á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað 7 mörk í fjórum leikjum.

Håland er gríðarlega eftirsóttur en auk Bayern München hafa Manchester United, Barcelona, Juventus og Real Madrid horft hýrum augum til Norðmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert