Evrópumeistararnir gulltryggðu sætið

Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Lúxemborg í dag.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Lúxemborg í dag. AFP

Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgals tryggðu sér sæti á lokamóti EM karla í knattspyrnu með 2:0-sigri gegn Lúxemborg á útivelli í dag. Bruno Fernandes kom kom Portúgölum yfir á 39. mínútu og staðan því 1:0 í hálfleik.

Cristiano Ronaldo innsiglaði svo sigur Portúgals með marki á 86. mínútu og tryggði þar með Portúgal annað sæti B-riðils þar sem Serbía og Úkraína gerðu 2:2-jafntefli í Serbíu í hinum leik riðilsins sem fram fór í dag.

Serbar komust tvívegis yfir í leiknum en þeir Dusan Tadic og Aleksander Mitrovic skoruðu mörk Serbía. Roman Yaremchuck og Artem Biesiedin skoruðu mörk Úkraínu en liðið var búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins fyrir leik dagsins.

Portúgalar enda í öðru sæti B-riðils með 17 stig, þremur stigum minna en topplið Úkraína, en Serbía lýkur keppni í þriðja sæti riðilsins með 14 stig. Serbar voru þegar öruggir með sæti í C-umspilinu ef þeir kæmust ekki beint á EM. Þar verða þeir ásamt Skotlandi, Noregi og einhverri fjórðu þjóð úr C-deild.

Úkraína hafði tryggt sig inn á EM fyrir leik dagsins.
Úkraína hafði tryggt sig inn á EM fyrir leik dagsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert