Senda Ungverjar B-þjóð í umspil Íslands?

Frá leik Rúmena og Spánverja í gærkvöld en Rúmenar gætu …
Frá leik Rúmena og Spánverja í gærkvöld en Rúmenar gætu orðið andstæðingar Íslands í umspili um sæti á EM. AFP

Það er sífellt að koma skýrari mynd á það gegn hvaða liði eða liðum Ísland kemur til með að spila í lok mars, í umspilinu um sæti á EM karla í fótbolta. Undankeppninni lýkur í kvöld og niðurstaðan í E-riðli skiptir þar talsverðu máli fyrir Ísland.

Í E-riðli er afar spennandi barátta á milli Ungverjalands (12 stig), Wales (11 stig) og Slóvakíu (10 stig) um að fylgja Króatíu upp úr riðlinum. Wales tekur á móti Ungverjalandi í kvöld og sigurliðið kemst beint á EM. Geri liðin jafntefli nær Slóvakía á EM með sigri á botnliði Aserbaídsjan.

Ef Ungverjaland kemst ekki beint á EM mun Ísland aðeins leika við lið úr C-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu. Ísland færi í umspil með þremur af þessum fjórum þjóðum: Búlgaríu, Ísrael, Ungverjalandi eða Rúmeníu. Dregið yrði á milli þeirra og færi ein þeirra í C-umspilið með Skotlandi, Noregi og Serbíu. Ísland fengi heimaleik 26. mars í undanúrslitum gegn lægst skrifaða liðinu, sem yrði þá væntanlega Rúmenía eða Ungverjaland.

Ef Ungverjaland vinnur Wales og kemst beint á EM fer Ísland í umspil með tveimur af Búlgaríu, Ísrael og Rúmeníu (og myndi mæta lægra skrifaða liðinu í undanúrslitum), auk einnar úr B-deild Þjóðadeildarinnar: Wales, Slóvakíu, N-Írlandi eða Írlandi.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert