Ronaldo hvergi sjáanlegur

Cristiano Ronaldo hefur fimm sinnum hampað Gullknettinum eftirsótta.
Cristiano Ronaldo hefur fimm sinnum hampað Gullknettinum eftirsótta. AFP

Cristiano Ronaldo, sóknarmaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus og fyrirliði Portúgals, mætti ekki á verðlaunaafhendingu France Football í kvöld þar sem Gullboltinn var afhentur. Ronaldo varð þriðji í kjörinu í ár en hann hefur hampað Gullboltanum fimm sinnum.

Lionel Messi, fyrirliði Barcelona og Argentínu, varð efstur í kjörinu og var að vinna Gullboltann í sjötta sinn á ferlinum sem er met. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, varð annar í kjörinu en þeir voru báðir mættir til Parísar í kvöld.

Franskir fjölmiðlar greina frá því að Ronaldo hafi vitað að hann myndi ekki hreppa verðlaunin í ár og hafi því ákveðið að mæta ekki á verðlaunaafhendinguna. Ronaldo vann verðlaunin í fyrsta sinn árið 2008 en hann vann Gullboltann síðast árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert