Ítalskt dagblað harðlega gagnrýnt fyrir rasisma

Romelu Lukaku hefur farið vel af stað hjá Inter.
Romelu Lukaku hefur farið vel af stað hjá Inter. AFP

Ítalska íþróttadagblaðið Corriere dello Sport hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir forsíðufyrirsögn sína í dag, þar sem leikur Inter og Roma í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu er auglýstur. Forsíðufyrirsögnin er „Black Friday“, eða svartur föstudagur. 

Romelu Lukaku, framherji Inter, og Chris Smalling, varnarmaður Roma, eru á forsíðunni, en þeir eru báðir dökkir á hörund. Forsíðan þykir því rasísk og hefur verð harðlega gagnrýnd, m.a. af Roma og Inter. 

Samtökin Fare network, sem berjast gegn mismunun, segja að ítalskir fjölmiðlar stuðli að kynþáttafordómum daglega. Kynþáttafordómar eru mikið vandamál í ítalska fótboltanum.

Mario Balotelli er einn fjölmargra sem orðið hafa fyrir barðinu á kynþáttaníði á síðustu vikum og þá var ítalskur sjónvarpsmaður rekinn á dögunum fyrir að segja að eina leiðin til að stoppa Lukaku væri að gefa honum banana að borða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert