Hefndu fyrir tapið í heimsstyrjöldinni síðari

Landhelgisgæsla Íslands hafði betur gegn breska flughernum í knattspyrnuleik sem fram fór í Reykjaneshöll á föstudagskvöld. Úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni eftir 3-3-jafntefli og náðu Íslendingar þar fram hefndum, en síðasta leikur Landhelgisgæslunnar og konunglega breska flughersins fór fram árið 1944, fyrir 75 árum. Þá höfðu Bretar betur.

Breski flugherinn hefur undanfarnar vikur sinnt loftrýmisgæslu hér á landi og þessi bráðskemmtilegi leikur markaði lok hennar. Helstu tilþrif úr leiknum má sjá í myndbandi frá breska flughernum hér að ofan.

Lið Landhelgisgæslunnar og breska flughersins öttu kappi í Reykjaneshöll á …
Lið Landhelgisgæslunnar og breska flughersins öttu kappi í Reykjaneshöll á föstudagskvöld. Ljósmynd/Aðsend

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hafi jafnað metin með síðustu snertingu venjulegs leiktíma, en skömmu áður hafði sigmaðurinn Jóhann Eyfeld minnkað muninn í 3-2. Markvörðurinn Stefán Logi Magnússon tryggði Landhelgisgæslunni sigur í vítaspyrnukeppninni, þar sem hann varði eina spyrnu og skoraði sjálfur úr lokaspyrnunni.

Fengu öfluga lánsmenn

Lið Landhelgisgæslunnar var skipað starfsmönnum af flugrekstrarsviði, varnarmálasviði, aðgerðasviði, siglingasviði og sprengjusveit. Þá fór Landhelgisgæslan mikinn á leikmannamarkaðnum fyrir leikinn og var með öflug leynivopn í sínum röðum. Knattspyrnukempurnar Stefán Logi Magnússon, Atli Jóhannsson, Björn Pálsson, Tryggvi Sveinn Bjarnason og Ásgeir Þór Ingólfsson léku allir með liði Landhelgisgæslunnar. 

Ljósmynd/Aðsend

Marvin Ingólfsson, fyrirliði Landhelgisgæslunnar, tók á móti NATO-bikarnum úr hendi Ellis Williams, yfirmanns bresku flugsveitarinnar, í leikslok. Lið Landhelgisgæslunnar fagnaði sigrinum að sjálfsögðu með víkingaklappinu. 

Attachment: "Gæslan sigraði breska flugherinn" nr. 11301

Lið Landhelgisgæslunnar fagnar sigrinum.
Lið Landhelgisgæslunnar fagnar sigrinum. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni.
Úrslit leiksins réðust í vítaspyrnukeppni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert