Guðjón fundaði með Færeyingunum

Guðjón Þórðarson gerði góða hluti með NSÍ.
Guðjón Þórðarson gerði góða hluti með NSÍ. Ljósmynd/NSÍ

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson hefur fundað með færeyska knattspyrnusambandinu, sem leitar nú að nýjum landsliðsþjálfara fyrir karlalið sitt. Fótbolti.net greinir frá. 

Færeyingar stefna að því að ráða nýjan landsliðsþjálfara snemma á næsta ári og er Guðjón einn þeirra sem koma til greina í starfið.

Guðjón gerði góða hluti með NSÍ á síðasta tímabili, en hann tók óvænt við liðinu eftir sjö ár án þjálfarastarfs. 

Hann hefur á löngum þjálfaraferli sínum m.a þjálfað íslenska karlalandsliðið og ensku liðin Stoke, Barnsley, Notts County og Crewe Alexandra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert