Emil æfir með ítölsku C-deildarliði

Emil Hallfreðsson æfir með Padova.
Emil Hallfreðsson æfir með Padova. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er staddur á Ítalíu þar sem hann æfir með Padova í C-deildinni. Heimasíða félagsins greindi frá í dag, en Emil hefur verið án félags síðan í haust. 

Miðjumaðurinn var síðast á samningi hjá Udinese í ítölsku A-deildinni en hann hefur leikið æfingaleiki með FH í vetur. Emil var ekki í síðasta landsliðshópi og leitar nú félags, m.a til að eiga möguleika á að vera í landsliðshópnum á EM á næsta ári, komist Ísland þangað. 

Emil er 35 ára og hefur hann leikið 71 landsleik fyrir Ísland og skorað í þeim eitt mark. Padova er sem stendur í þriðja sæti í C-deildinni og í baráttu um að fara upp um deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert