Síðustu sætin í sextán liða úrslitunum í húfi

Álvaro Morata og félagar í Atlético Madrid komast í 16-liða …
Álvaro Morata og félagar í Atlético Madrid komast í 16-liða úrslit ef þeir vinna Lokomotiv Moskva í kvöld. AFP

Síðustu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fara fram í kvöld en þá lýkur keppni í A-, B-, C- og D-riðlum. Spennan er heldur minni en fyrir leikina í gærkvöld því sex af átta sætum í sextán liða úrslitunum eru á hreinu í þessum fjórum riðlum.

A-RIÐILL:
20.00 París SG - Galatasaray
20.00 Club Brugge - Real Madrid

París SG með 13 stig og Real Madrid með 8 stig eru þegar komin áfram. Club Brugge með 3 stig og Galatasaray með 2 stig berjast um sæti í Evrópudeildinni.

B-RIÐILL:
20.00 Bayern München - Tottenham
20.00 Olympiacos - Rauða stjarnan

Bayern með 15 stig og Tottenham með 10 eru þegar komin áfram. Rauða stjarnan með 3 stig og Olympiacos með 1 stig berjast um sæti í Evrópudeildinni.

C-RIÐILL:
17.55 Shakhtar Donetsk - Atalanta
17.55 Dinamo Zagreb - Manchester City

Manchester City er með 11 stig og þegar komið áfram. Shakhtar með 6 stig, Dinamo Zagreb með 5 og Atalanta með 4 stig berjast öll um annað sætið, og um sæti í Evrópudeildinni.

D-RIÐILL:
20.00 Atlético Madrid - Lokomotiv Moskva
20.00 Leverkusen - Juventus

Juventus er komið áfram með 13 stig en Atlético Madrid með 7 stig og Leverkusen með 6 stig berjast um sæti í 16-liða úrslitunum. Liðið sem ekki nær þangað fer í Evrópudeildina.

Liðin átta sem fóru áfram úr riðlunum sem kláruðust í gærkvöld eru: Liverpool, Napoli, Barcelona, Dortmund, RB Leipzig, Lyon, Valencia og Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert