Svíi tekur við Færeyingum - Guðjón ekki ráðinn

Guðjón Þórðarson þjálfaði NSÍ á síðasta tímabili.
Guðjón Þórðarson þjálfaði NSÍ á síðasta tímabili. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Færeyska knattspyrnusambandið tilkynnti fyrir stundu að Håkan Ericson frá Svíþjóð yrði næsti landsliðsþjálfari karla en hann tekur við af Lars Olsen frá Danmörku.

Guðjón Þórðarson, sem þjálfaði NSÍ Runavík í Færeyjum á síðasta tímabili en sagði upp að því loknu, var einn þeirra sem komu til greina í starfið.

Ericson er 59 ára gamall og hefur m.a. þjálfað sænska 21-árs landsliðið sem varð Evrópumeistari undir hans stjórn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert