Birkir mættur í læknisskoðun í Brescia

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Staðarmiðlar í ítölsku borginni Brescia segja að Birkir Bjarnason landsliðsmaður hafi mætt í herbúðir knattspyrnufélagsins Brescia í morgun og muni í dag skrifa undir sex mánaða samning við félagið.

Giornale di Brescia segir að Birkir sé í læknisskoðun nú fyrir hádegið, skrifi undir að henni lokinni, ef allt gengur að óskum, og samningurinn verði framlengjanlegur ef Brescia heldur sæti sínu í A-deildinni en þar er liðið í harðri fallbaráttu. Birkir muni í framhaldi af því mæta á æfingu liðsins klukkan 12.45 að íslenskum tíma.

Brescia á heimaleik á sunnudaginn gegn Cagliari en ekki liggur fyrir hvort Birkir yrði orðinn löglegur með liðinu í þeim leik. Hann er laus allra mála frá Al-Arabi í Katar þar sem hann gerði skammtímasamning í október og var áður í röðum Aston Villa á Englandi þar sem hann hætti í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert