Á leið til Yeni Malatyaspor?

Viðar Örn Kjartansson gæti verið búinn að finna sér nýtt …
Viðar Örn Kjartansson gæti verið búinn að finna sér nýtt lið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Rostov í Rússlandi, gæti verið að ganga til liðs við tyrkneska úrvalsdeildarfélagið Yeni Malatyaspor en það er 433.is sem greinir frá þessu í dag.

Mbl.is greindi frá því í gær að Viðar Örn hefði farið utan í morgun til þess að skoða aðstæður hjá tyrknesku úrvalsdeildarfélagi en samkvæmt 433.is er liðið sem Viðar fór að skoða aðstæður hjá Yeni Malatyaspor.

Viðar Örn er samningsbundinn Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni en hann vill komast burt frá Rússlandi. Félög á Englandi, í Svíþjóð, Danmörku og Tyrklandi hafa lagt fram tilboð í framherjann en framherjinn staðfesti í samtali við mbl.is að hann væri spenntur fyrir því að reyna fyrir sér í Tyrklandi.

Yeni Malatyspor er í borginni Malatya sem er í Austur-Tyrklandi. Liðið er í níunda sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar með 24 stig en átján lið leika í efstu deild Tyrklands. Sivasspor er á toppi deildarinnar með 40 stig og Kayserispor er í neðsta sætinu með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert