Frakkinn mættur til Ítalíu

Olivier Giroud.
Olivier Giroud. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Olivier Giroud er mættur til Mílanó á Ítalíu til að ganga frá félagsskiptum sínum frá Chelsea til Inter en staðarblaðiðið Gazzetta Dello Sport greinir frá þessu.

Giroud hefur verið úti í kuldanum hjá Frank Lampard, stjóra Chelsea, í vetur og ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni síðan í nóvember. Samkvæmt fréttinni hefur hann samþykkt samningsboð Inter og félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð, um 6 milljónir evra. Hann á aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun.

Giroud er 33 ára gamall og spilar enn með landsliðinu en hann varð heimsmeistari með Frökkum 2018. Hann kom til Chel­sea í janú­ar 2018 frá Arsenal en hann hef­ur skorað 19 mörk fyr­ir liðið á þeim tíma. Gangi félagsskiptin í gegn gæti hann orðið annar leikmaðurinn til að færa sig úr ensku úrvalsdeildinni til Inter en Mílanóliðið er einnig sagt nálægt því að ganga frá kaupum á Christian Eriksen frá Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert