Jafnt í fyrsta leik undir stjórn nýja stjórans

Emil Hallfreðsson og félagar gerðu jafntefli.
Emil Hallfreðsson og félagar gerðu jafntefli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Emil Hallfreðsson og samherjar hans í Padova gerðu í kvöld 1:1-jafntefli við Carpi á útivelli í ítölsku C-deildinni í fótbolta. Emil lék allan leikinn og fékk gult spjald á 49. mínútu. 

Leikurinn var sá fyrsti hjá Padova undir stjórn Andrea Mandorlini, en hann tók við liðinu á dögunum. Emil og Mandorlini þekkjast vel, þar sem þeir unnu saman hjá Hellas Verona á sínum tíma. 

Padova er í fimmta sæti deildarinnar með 40 stig eftir 23 leiki og er liðið í baráttu um að komast upp í B-deildina. 

Emil hefur leikið alla fjóra leiki Padova frá upphafi til enda síðan hann gekk í raðir félagsins í byrjun árs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert