Gátu ekki varist gráti eftir stórtap

Andrea Belotti í leik með Torino.
Andrea Belotti í leik með Torino. AFP

Ítalska knattspyrnuliðið Torino mátti þola sitt stærsta tap á heimavelli í sögunni er liðið var burstað, 7:0, af Atalanta í A-deildinni í gær.

Þetta var í fyrsta sinn sem liðið fær á sig sjö mörk á heimavelli og þúsundir stuðningsmanna liðsins yfirgáfu völlinn snemma er þeir sáu í hvað stefndi. Að leik loknum voru svo margir leikmenn Torino óhuggandi er þeir grétu á vellinum. Walter Mazzarri, þjálfari liðsins, baðst svo afsökunar í viðtölum við fjölmiðla eftir leik.

„Ég er hér til að biðjast fyrirgefningar á frammistöðu sem ekki er hægt að verja. Allt við okkar leik í dag er óverjandi, það eina sem við getum gert er að biðjast afsökunar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert