Viðar kominn til Tyrklands sem lánsmaður

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson, knattspyrnumaður frá Selfossi, er kominn til liðs við tyrkneska úrvalsdeildarliðið Yeni Malatyaspor í láni frá Rostov í Rússlandi. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Viðar var fyrri hluta tímabilsins í láni hjá Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni en fyrri hluta ársins 2019 var hann í láni hjá Hammarby í Svíþjóð.

Yeni Malatyaspor er frá borginni Malatya í austurhluta Tyrklands, ekki langt frá landamærunum við Sýrland. Félagið er ungt, stofnað árið 1986, og lék í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni tímabilið 2017-'18. Það komst í undankeppni Evrópudeildarinnar síðasta sumar en náði ekki inn í riðlakeppnina þar.

Félagið hefur jafnframt staðfest komu Viðars:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert