Getur nefið á þér verið rangstætt?

Arsene Wenger vill breyta ranstöðureglunni.
Arsene Wenger vill breyta ranstöðureglunni. AFP

Getur nefið á þér verið rangstætt? Þá á ég ekki við að þú hafir gengið á hurð eða fengið einn „gúmoren“ – kannski „að sjómannasið“.

Tæknilega séð getur nefið á þér verið rangstætt í nútímafótbolta þar sem hin umdeilda myndbandadómgæsla (VAR) kemur við sögu. Líka stóratáin, vinstra eyrað og hægri hnéskelin ef því er að skipta.

Í ensku úrvalsdeildinni hefur VAR-dómgæslan lent á miklum villigötum þar sem elt hafa verið uppi smáatriði varðandi rangstöðu í stað þess að nýta hana betur þar sem það skiptir máli.

Arsene Wenger, sá mæti maður og fyrrverandi stjóri Arsenal, er nú í forystuhlutverki hjá FIFA og hefur beitt sér fyrir endurskoðun á rangstöðureglunum. Hann vill að sóknarmaður þurfi að vera allur fyrir innan varnarmann til að teljast rangstæður. Það var Wenger sem hafði á orði að það væri alveg galið að hægt væri að dæma rangstöðu á nef, svo því sé haldið til haga.

Sjáðu bakvörð Víðis í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert