Ætlar sér stóra hluti með Vålerenga í Noregi

Ingibjörg Sigurðardóttir á að baki 27 A-landsleiki fyrir Ísland.
Ingibjörg Sigurðardóttir á að baki 27 A-landsleiki fyrir Ísland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, tók stórt skref upp á við í vikunni er hún samdi við norska félagið Vålerenga en hún kemur þangað frá Djurgården í Svíþjóð. Ingibjörg var lykilleikmaður í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og hjálpaði liði Djurgården að bjarga sér frá falli.

Þar lék hún í tvö ár og spilaði 43 af 44 deildarleikjum liðsins á þeim tíma, alla í byrjunarliðinu. Samningur hennar þar rann svo út og fer hún nú til Vålerenga á frjálsri sölu en norska liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili, fjórum stigum á eftir meisturum Lilleström, og keppir í fyrsta sinn í Meistaradeild Evrópu síðar á þessu ári.

„Það var margt við klúbbinn sem heillaði. Þeir eru með mikinn metnað, ætla sér að gera stóra hluti og eru núna í fyrsta sinn í Meistaradeildinni, það var stór hluti af ákvörðun minni,“ sagði Ingibjörg þegar Morgunblaðið náði tali af henni eftir að félagsskiptin gengu í gegn.

Ingibjörg er 22 ára gömul og hefur spilað 27 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún segist vera að taka hárrétt skref á ferlinum. „Þetta er mjög gott skref fyrir mig og í rétta átt. Ég er spennt að vera í Meistaradeildinni aftur, ná að sýna mig þar og eiga gott tímabil í Noregi.“

Viðtalið má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert