Toppslagurinn leikinn fyrir luktum dyrum

Stuðningsmenn fá ekki að sjá stórleik Juventus og Inter í …
Stuðningsmenn fá ekki að sjá stórleik Juventus og Inter í Torino um helgina. AFP

Toppslagur Juventus og Inter Mílanó í ítölsku efstu deildinni í knattspyrnu verður leikinn fyrir luktum dyrum í Torino á sunnudaginn en honum verður ekki aflýst. Útbreiðsla kórónuveirunnar á Norður-Ítalíu hefur raskað deildarkeppninni þar í landi en ekki stendur til að aflýsa leikjum um helgina.

Juventus er á toppi deildarinnar og fær Inter, sem er sex stigum neðar í 3.sæti, í heimsókn á sunnudaginn. Vincenzo Spa­da­fora, íþrótta­málaráðherra Ítal­íu, hefur staðfest að leikurinn fer fram en fyrir luktum dyrum eftir fund í ráðuneytinu fyrr í dag.

Sjö hafa lát­ist á Norður-Ítal­íu vegna veirunn­ar en stjórn­völd hafa brugðið á það ráð að setja yfir 50.000 manns í far­bann í bæj­um og þorp­um þar sem kór­ónu­veir­an, COVID-19, hef­ur greinst í yfir 200 manns.

Leik­ur In­ter Mílanó og Ludog­or­ets sem fram fer í Evr­ópu­deild­inni í kvöld verður einnig lokaður al­menn­ingi en í síðustu viku var tveimur leikjum frestað. Aftur á móti munu leikir á Suður-Ítalíu, t.d. í Napoli og Lecce, fara fram með venjulegum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert