Leikjum frestað hjá Berglindi og Emil

Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti að spila bikarleik með AC Milan …
Berglind Björg Þorvaldsdóttir átti að spila bikarleik með AC Milan í dag. Ljósmynd/@acmilan

Hvorki Berglind Björg Þorvaldsdóttir né Emil Hallfreðsson gátu spilað í ítalska fótboltanum í dag en leikjum liða þeirra var frestað vegna kórónuveirunnar.

Berglind átti að leika með AC Milan gegn Fiorentina í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar en þeim leik hefur verið frestað.

Emil átti að spila með Padova gegn Ravenna á útivelli í ítölsku C-deildinni en sá leikur hefur verið settur á að nýju 18. mars.

Þetta er í annað sinn sem leikjum liða þeirra er frestað en sama var að segja um leiki hjá AC Milan og Padova sem áttu að fara fram um síðustu helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert