Arsenal úr leik eftir mikla dramatík

Youssef El-Arabi fagnar sigurmarki Olympiacos.
Youssef El-Arabi fagnar sigurmarki Olympiacos. AFP

Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 1:2-tap fyrir gríska liðinu Olympiacos á heimavelli í framlengdum leik í 32-liða úrslitunum í kvöld. 

Arsenal vann fyrri leikinn í Grikklandi 1:0, en Grikkirnir jöfnuðu á 53. mínútu með marki Pepe Cissé. Ekkert mark var skorað það sem eftir lifði venjulegs leiktíma og því varð að framlengja. 

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði fyrsta markið í framlengingunni á 113. mínútu og benti allt til þess að enska liðið, sem lék til úrslita á síðustu leiktíð, væri á leiðinni áfram.

Svo varð hins vegar ekki, því Youssef El Arabi skoraði á 119. mínútu og tryggði Olympiacos farseðilinn í 16-liða úrslitin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert