Held í þær vonir sem eru til staðar

Hólmbert Aron Friðjónsson gæti verið lengi frá.
Hólmbert Aron Friðjónsson gæti verið lengi frá. Ljósmynd/Srdan Mudrinic

Hólmbert Aron Friðjónsson, knattspyrnumaður hjá Aalesund í Noregi, var borinn af velli er liðið mætti Molde í æfingaleik í dag. Óttast er að meiðslin séu alvarleg og gæti Hólmbert jafnvel misst af öllu komandi tímabili.

„Ég snéri illa upp á hnéð á mér og ég er að fara í myndatöku á morgun. Ég veit ekki hvernig staðan er núna. Ég vona bara það besta og ég verð að bíða og sjá,“ sagði Hólmbert við mbl.is. Hann vildi ekki ræða hvort  um mögulegt krossbandsslit væri að ræða. 

„Ég neita að tala um það. Ég vona það besta bara. Ég get eiginlega ekki hugsað um það svona strax á eftir. Ég held í þær vonir sem eru til staðar,“ sagði framherjinn, sem snéri illa upp á hnéð. „Ég var með boltann og festi skóinn í grasinu og þetta var mjög þungt,“ sagði Hólmbert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert