Forseti UEFA hræddur um að tímabilið klárist ekki

Aleksander Ceferin
Aleksander Ceferin AFP

Al­eks­and­er Cefer­in, for­seti UEFA, segir að knattspyrnutímabilið í öllum deildum í Evrópu verði sennilega ekki klárað, ef ekki er hægt að byrja að spila aftur í síðasta lagi í júní.

Evrópska knattspyrnusambandið hefur nú stofnað starfshóp til að teikna upp þá möguleika sem eru í stöðunni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar en nær öllum keppnum hefur verið aflýst ótímabundið vegna hennar.

Ceferin segir nokkra möguleika í stöðunni en hann er þó ekki fullviss um að hægt sé að klára tímabilið. „Enginn veit hvenær þessi heimsfaraldur endar,“ sagði hann í viðtali við ítalska fjölmiðilinn La Repubblica.

„Við erum með plan A, B og C: að byrja aftur um miðjan maí, í júní eða lok júní. Ef ekkert af þessu gengur upp þá er tímabilið sennilega glatað,“ bætti hann við en Ceferin staðfesti á dögunum að Li­verpool verður ekki ensk­ur meist­ari fari svo að ekki verði hægt að klára tíma­bilið í ensku úr­vals­deild­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert