UEFA fer yfir stöðuna á miðvikudaginn

Umferð við knattspyrnuvelli í Evrópu er með minnsta móti um …
Umferð við knattspyrnuvelli í Evrópu er með minnsta móti um þessar mundir. AFP

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur boðað fulltrúa allra 55 aðildarlanda sinna til fjarfundar á miðvikudaginn.

Þar verða m.a. til umfjöllunar þær hugmyndir sem í gangi eru um hvernig ljúka eigi yfirstandandi keppnistímabilum sem hafa leið niðri frá miðjum mars vegna kórónuveirunnar.

UEFA mun þar greina frá því sem fyrir liggur frá starfshópunum tveimur sem skipaðir voru fyrir hálfum mánuði. Þá verður fjallað um stöðu mála varðandi landsleiki sumarsins og hvernig hægt sé að ljúka Evrópumótum félagsliða, sem og stöðuna varðandi samninga leikmanna og félagaskiptaglugga sumarsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert