Einn sá besti seldur vegna veirunnar?

Cristiano Ronaldo hefur leikið með Juventus frá árinu 2018.
Cristiano Ronaldo hefur leikið með Juventus frá árinu 2018. AFP

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar og leikmaður Juventus á Ítalíu, gæti verið seldur frá félaginu í sumar vegna kórónuveirufaraldsins sem nú geisar en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Mikill samdráttur hefur verið í knattspyrnuheiminum enda öllum deildarkeppnum verið frestað um óákveðinn tíma nema í Hvíta-Rússlandi.

Félög eru því algjörlega tekjulaus þessa dagana og því hafa leikmenn og aðrir starfsmenn þurft að taka á sig umtalsverðar launalækkanir á undanförnum dögum. Leikmenn Juventus samþykktu að taka á sig launalækkun á dögunum en Ronaldo er á meðal tekjuhæstu leikmanna liðsins og þénar í kringum 500.000 pund á viku.

Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun um það hvenær ítalska A-deildin hefst á nýjan leik og því óvíst hversu lengi félögin þurfa að bíða eftir aðaltekjulindum sínum. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Ronaldo gæti því verið seldur í sumar fyrir um 63 milljónir punda en hann er 35 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert