Skosku risarnir kærðir

Celtic féll úr leik eftir tap gegn FC Kaupmannahöfn.
Celtic féll úr leik eftir tap gegn FC Kaupmannahöfn. AFP

Skosku knattspyrnufélögin Celtic og Rangers hafa verið kærð af UEFA í tengslum við leiki liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í síðasta mánuði. 

Celtic var sektað um 15.000 evrur fyrir að bera ábyrgð á því að leikur liðsins við FC Kaupmannahöfn gat ekki farið fram á réttum tíma. 

Rangers var annars vegar sektað um 10.000 evrur fyrir að stuðningsmenn hlupu inn á völlinn í leikslok eftir leik gegn Braga og hins vegar sektað um 5.250 vegna stuðningsmanna sem köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert