Stýrir Bayern næstu þrjú árin

Hansi Flick stýrir Bayern næstu þrjú árin.
Hansi Flick stýrir Bayern næstu þrjú árin. AFP

Hansi Flick mun stýra þýska stórliðinu Bayern München næstu þrjú árin en hann skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við félagið. Gildir samningurinn til 2023. 

Flick hefur stýrt Bayern til bráðabirgða eftir að Niko Kovac var rekinn í nóvember og hefur greinilega heillað forráðamenn félagsins. 

Flick stýrði Hoffenheim árið 2005 og hefur síðan þá verið í þjálfarateymi þýska landsliðsins og aðstoðað Joachim Löw. Bayern var í toppsæti þýsku deildarinnar og komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar keppnunum var frestað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert