Engin ástæða til að hætta að spila fótbolta

Willum Þór Willumsson spilar í Hvíta-Rússlandi.
Willum Þór Willumsson spilar í Hvíta-Rússlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við treystum heilbrigðiskerfinu okkar fyllilega og sem stendur er engin ástæða til að hætta að spila fótbolta,“ sagði framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Hvíta-Rússlands en þar í landi er eina starfandi knattspyrnudeildin í Evrópu.

Um allan heim hefur íþróttakeppnum verið frestað ótímabundið vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina en í Hvíta-Rússlandi heldur fótboltinn ótrauður áfram.

„Við vitum að ástandið er slæmt víða í heiminum en ákvörðunin, um hvort fólk mætir á fótboltaleiki, er í höndum stuðningsmanna. Við gerum ýmsar ráðstafanir, eins og að hafa handspritt við innganga og hitamæla þá sem mæta. En fólk verður að ákveða hvort það mætir,“ sagði Sergei Zhardetski í viðtali við Marca.

Íslend­ing­ur­inn Will­um Þór Will­umsson spilar í deildinni og mun lið hans, BATE Borisov, mæta Ruh Brest klukkan 14:30 í dag.

For­seti lands­ins, Al­ex­and­er Lukashen­ko, hefur gert lítið úr al­var­leika veirunn­ar. „Það er betra að deyja stand­andi en að lifa á hnján­um,“ sagði hann við sjón­varps­menn eft­ir að hafa spilað ís­hokkí á dögunum og faðmað aðra leik­menn í kring­um sig. Hann hefur líka hvatt þegna sína til að drekka vodka og þvo hendur sínar með spíranum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert