Fyrirliðinn á förum eftir níu ára dvöl?

Manuel Neuer gekk til liðs við Bayern München árið 2011.
Manuel Neuer gekk til liðs við Bayern München árið 2011. AFP

Manuel Neuer, fyrirliði þýska knattspyrnuliðsins Bayern München, gæti verið á förum frá félaginu í sumar en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Neuer er orðinn 34 ára gamall en samningur hans við Þýskalandsmeistarana rennur út sumarið 2021. Markmaðurinn gekk til liðs við félagið frá Schalke árið 2011.

Neuer er nú í samningaviðræðum við þýska félagið um nýjan samning en fjölmiðlar í Þýskalandi greina frá því að forráðamenn Bayern München séu tilbúnir að bjóða honum nýjan tveggja ára samning til ársins 2023. Neuer vill hins vegar fá fimm ára samning hjá Bæjurum og því virðast viðræðurnar vera að sigla í strand.

Alex Nübel, núverandi markmaður Schalke í þýsku 1. deildinni, mun ganga til liðs við Bayern München í sumar og er honum ætlað að berjast við Neuer um markvarðarstöðuna hjá félaginu. Neuer verður orðinn 39 ára gamall eftir fimm ár en Chelsea hefur mikinn áhuga á þýska landsliðsmarkverðinum sem gæti nú verið á förum frá Þýskalandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert