Gæti óvænt átt framtíð hjá United

Það hefur lítið gengið upp hjá Aleixis Sánchez að undanförnu.
Það hefur lítið gengið upp hjá Aleixis Sánchez að undanförnu. AFP

Það gekk lítið hjá Sílemanninum Alexis Sánchez hjá Manchester United eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Arsenal og var hann að lokum lánaður til Inter Mílanó á Ítalíu. 

Þar hefur ekki gengið miklu betur og mun Sánchez fara aftur til United fyrir næsta tímabil. James Cooper á Sky Sports segir Sánchez hafa burði til að verða mikilvægur hlekkur í liði United á næstu leiktíð.

„United er á allt öðrum stað núna en þegar Sánchez fór frá félaginu. Öll stemningin er miklu betri og allir róa í sömu átt. Sánchez þurfti að ganga í gegnum ýmislegt þegar hann kom til United og væntingarnar voru mjög miklar.

Hann reifst við Mourinho og svo kom nýr stjóri. Það gekk því ekki upp hjá honum, en það gæti breyst,“ skrifaði Cooper. Sánchez hefur skorað eitt mark í níu leikjum í ítölsku A-deildinni á leiktíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert