FIFA kynnir nýjar reglur um samninga

Gianni Infantinio, forseti FIFA.
Gianni Infantinio, forseti FIFA. AFP

FIFA ætlar að fresta opnun félagsskiptagluggans í sumar og breyta reglum um lengd samninga hjá knattspyrnumönnum, vegna þeirra frestana sem hafa orðið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

FIFA fundaði í dag með forráðamönnum félaga í Evrópu, leikmönnum og aðildarfélögum. Nýju reglurnar gefa félögum kleift að halda leikmönnum þar til tímabilið er búið og nýir samningar taka ekki gildi fyrr en næsta tímabil hefst. 

Ekki er búið að setja nýjar dagsetningar á félagsskiptagluggann, en hann verður opinn á milli loka yfirstandandi tímabils og þar til næsta tímabil byrjar.

„Veiran hefur breytt öllum kringumstæðum í fótboltanum og FIFA hefur brugðist við með hugmyndum sem leysa ýmis vandamál,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í yfirlýsingu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert