Framlengdi í Bæjaralandi

Thomas Müller skrifaði undir þriggja ára samning í dag.
Thomas Müller skrifaði undir þriggja ára samning í dag. Ljósmynd/@FCBayernEN

Thomas Müller, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Bayern München, hefur framlengt samning sinn við þýska félagið en þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag. Samningurinn er til næstu þriggja ára og gildir því til sumarsins 2023. Müller er uppalinn hjá félaginu en hann verður 31 árs í september á þessu ári.

Sóknarmaðurinn lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2008 en hann á að baki 521 leik fyrir félagið í öllum keppnum þar sem hann hefur skorað 195 mörk og lagt upp önnur 186 fyrir liðsfélaga sína. Þá á hann að baki 100 landsleiki fyrir Þýskaland þar sem hann hefur skorað 38 mörk en hann lék sinn fyrsta landsleik árið í ágúst 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert