Vildi drepa þig ef hann tapaði

Zlatan Ibrahimvic.
Zlatan Ibrahimvic. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Luke Shaw var liðsfélagi Zlatans Ibrahimovic hjá Manchester United frá 2016 til 2018. Shaw var spurður út í Zlatan á góðgerðarmóti í tölvuleiknum FIFA, þar sem safnað var fé í baráttunni við kórónuveiruna. 

„Hann var svolítið klikkaður en á sama tíma akkúrat það sem við þurftum í búningsklefanum. Hann var ótrúlega góður þótt hann væri elstur í liðinu,“ sagði Shaw. Englendingurinn vildi helst ekki tapa leikjum á æfingum ef Zlatan var með honum í liði. 

„Hann var skemmtilegur í klefanum og grínaðist mikið en á sama tíma var hann fæddur sigurvegari. Ef þú varst með honum í liði á æfingum og liðið tapaði vildi hann drepa þig,“ bætti Shaw við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert