Gat ekki hætt að borða ost

Matuzalem í leik með Genoa á Ítalíu.
Matuzalem í leik með Genoa á Ítalíu. Ljósmynd/Genoa

Brasilíumaðurinn Matuzalem missti sætið sitt í byrjunarliði ítalska knattspyrnuliðsins Napoli á sínum tíma en hann lék með liðinu frá 1999 til 2001. Á þeim tíma lék hann 61 leik en undir það síðasta var hann kominn á bekkinn. 

Miðjumaðurinn segist skilja þá ákvörðun stjórans Emilianos Mondonicos að setja hann á bekkinn afar vel, þar sem hann var orðinn of þungur.

„Mozzarella, guð minn góður! Ég gat ekki hætt að borða ost og ég þyngdist og datt á bekkinn,“ rifjar hann upp við Gianluca Di Marzio. „Ég skil stjórann vel. Ég skammast mín fyrir þetta,“ bætti hann við.

Matuzalem virtist ekki átta sig á því að hann væri að leika í ítölsku B-deildinni. „Í fyrsta samtalinu sem ég átti við stjórann spurði ég hann hvenær við spiluðum við Juventus og Inter. Þá sagði hann mér að við værum í B-deildinni. Sem betur fer fórum við upp um deild það tímabil,“ sagði Brasilíumaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert