Einn sá eftirsóttasti hrósar Klopp

Kylian Mbappé er á meðal eftirsóttustu knattspyrnumanna heims í dag.
Kylian Mbappé er á meðal eftirsóttustu knattspyrnumanna heims í dag. AFP

Kylian Mbappé, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins PSG, er mikill aðdáandi Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, en þetta kom fram í viðtali hans við enska miðilinn Mirror. Mbappé er á meðal eftirsóttustu knattspyrnumanna heims en hann er einungis 21 árs gamall en hann er verðmetinn á 180 milljónir evra í dag.

„Liverpool hefur verið algjör vél í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu,“ sagði Mbappé í samtali við Mirror en hann hefur verið reglulega orðaður við Anfield á undanförnum árum. „Þeir láta það líta út fyrir að vera auðvelt að vinna leiki en það er alls ekki auðvelt. Spilamennska þeirra á köflum er í raunininni algjörlega lygileg.

Það hversu óvægnir þeir eru gagnvert mótherjum sínum og vel drillaðir líka sýnir hvað þeir eru búnir að leggja á sig á æfingasvæðinu. Jürgen Klopp á stórt hrós skilið og þetta sýnir hversu góður stjóri hann er. Hann hefur gjörbreytt Liverpool-liðinu á tíma sínum á Englandi,“ bætti franski framherjinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert